Færslur: 2014 Maí

27.05.2014 10:19

Skotprófin í fullum gangi

 

Hreindýra veiðimenn nú er klárt með að taka menn í skotpróf og verður opið frá Kl 19:00-22:00 á fimmtudögum. það er óbreytt gjald 4500 kr á próf. Gott er að hafa samband við prófdómara áður en haldið er á Drekasvæðið. Einnig er mögulegt að hafa samband við prófdómara utan tilgreints tíma. 

Prófdómarar hjá Dreka .

 

 
 
Helgi Rafnsson
S: 840-7238
 
 
Hjálmar Gísli Rafnsson
S: 845-3881
     
Kristján Helgi Jonsson
S: 843-7944
 
Reynir Zoéga
S: 843-7780
 

21.05.2014 12:46

Bogfimi innanhús

 

 

 

 

Bogfimi innanhús er lokið í bili og er áætlað að byrja aftur miðvikudaginn 3 sept .

En þeir sem eiga eftir að prufa þá verður Dreki með kynning á bogfimi í tengslum við sjómannadagsráð og er fyrirhugað að setja upp skotmörk fyrir neðan gömlubúð á planið við Braggann svokallaða á Eskifiðr.

Nú fer af stað starf félagsin á skotsvæði Dreka við Hólgerðarfjalls og verður opið á laugardögum frá Kl 13:00-17:00  og er fyrirhugða að byrja laugardaginn 7 Júní og síðan verður lokað svæðið í Júlí og byrjar aftu í ágúst. 

18.05.2014 18:15

Austurland Open 2014 í bogfimi

Á laugardaginn 17 Maí var haldi í Fjarðahöllinni á Reyðarfiði  bogfimimót  yfir 20 mans komu til að keppa af öllu landinu  .

Keppt var í bæði sveigbogaflokki og trissubogaflokki
Keppt var á tveimur vegalengdum í stigakeppni samtals 72 örvar
18 metrar skotið á 40 cm triple skífur  36 örvum
50 metrar skotið á 80 cm skífur 36 örvum
 
Shoot-out á 50 metrum
Það mættu keppendur frá Drekanum, Skaust, Boganum, ÍFR, Eflingu og UMF Tindastól.
Einnig mætti myndatökumaður frá Rúv og tók hann viðtöl og myndir "eitthvað kemur hjá rúv í kvöld en restin hjá N4 líklega á þriðjudag nú í vikunni"
 
Trissubogi opinn flokkur kvenna
Gull : Helga Kolbrún Magnúsdóttir
Silfur : Astrid Daxböck
 
Trissubogi opinn flokkur Karla
Gull : Guðjón Einarsson
Silfur : Kristinn Sigurjónsson
Brons : Sigurgeir Hrafnkelsson
 
Sveigbogi opinn flokkur Karla
Gull : Sigurjón Atli Sigurðsson
Silfur : Carlos Horacio Gimenes
Brons : Daniel Sigurðsson

Dómari var Rannveig Lóa Haraldsdóttir
 

 

 

 

14.05.2014 00:38

Skotpróf hreindýraleyfishafa hafin

 

Hreindýra veiðimenn nú er klárt með að taka menn í skotpróf og verður opið frá Kl 19:00-22:00 á fimmtudögum og byrjar nú á næst komandi fimmtudag þann 15 maí. það er óbreytt gjald 4500 kr á próf. Gott er að hafa samband við prófdómara áður en haldið er á Drekasvæðið.

Prófdómarar hjá Dreka .

 

 

 
 

 

Helgi Rafnsson
S: 840-7238
 
 
Hjálmar Gísli Rafnsson
S: 845-3881
     
Kristján Helgi Jonsson
S: 843-7944
 
Reynir Zoéga
S: 843-7780

 

14.05.2014 00:21

Nýr Púðurskamtari og vog

 Félagið fékk í dag  gjöf frá Veiðflugunni, mjög fullkominn Púðurskamtara og vog og við þökkum kjærlega fyrir gjöfina.

 

09.05.2014 20:14

Fært á Drekasvæðið

Sæir félagar 

 

það er fært fjórhjóladryfs bílum upp á Drekasvæðið það var rutt í gær af Hannesi Rafni ritar og sérlegum ruðningsmanni Dreka.en það var ekki hægt að fara alla leið í gær síðan í dag fór ég á Gutta og við komumst í gegn um síðasta haftið og er nánast einginn sjór uppi á Drekasvæðinu .

09.05.2014 12:07

Austurland Open

 

 

Bogfimi á Austurlandi
Laugardagin 17 maí næstkomandi kl 12 halda skotfélögin á austurlandi Skaust og Drekinn í sameiningu fyrsta og stærsta bogfimimót á austurlandi „Austurland Open“ í íþróttahöllinni á Reyðarfirði.
Þangað munu mæta flest af stærstu nöfnum í bogfimi á íslandi í dag og hvetjum við fólk til að koma og fylgjast með okkur skjóta.

Fjarðabyggðarhöllin

01.05.2014 08:27

íslandsmót i Bogfimi 2014

Um síðustu helgi fóru fjórir félagar Dreka til höfuðborgarinnar á íslandsmót í bogfimi. Það voru þeir Bastian hann lenti í 4 sæti í sveigboga keppni í meistaraflokki. Friðrik fékk gull í byrjendaflokki trissuboga, Njáll fékk silfur í sömu keppni og Helgi hreppti brons í sömu keppni.

 

 

  • 1