Færslur: 2010 September

17.09.2010 08:38

Ótitlað

Haldið var skotvopnanámskeið laugardaginn 11 sept og voru 28 manns á námskeði hjá okkur, höfum við hjá félaginu verið að vinna í því að koma upp vélkösturum upp og er búiðað koma fyrir vélkastar upp í turnhúsinu og er fyrirhugað að koma hinum í gagnið fljótlega.

þeir sem hafa áhuga á að koma og veita okku lið í uppsetningu eru hvattir til að hafa samband við formann félagsins.

13.09.2010 15:40

Vinnukvöld

Við ætlum að nota góða veðrið og vinna uppá svæði í kvöld. Verðum þarna frá 7 til svona 9. Hvetjum sem flesta til að mæta!!!

09.09.2010 16:28

Framkvæmdir

Jæja, allt að gerast. Við höfum verið ferlega duglegir þessa vikuna og vinnan heldur áfram. Litli kastarakofinn er langt kominn en sá gamli fauk í vetur. Ákveðið var að hafa þennan pínulítið hraustari en þann seinasta. Í kvöld ætlum við að reyna að setja upp annan kastarann, þann í háa turninum. Áhugasamir mega endilega koma uppeftir í kvöld (9.9.2010) og annaðkvöld (10.9.2010) og hjálpa til með framkvæmdirnar.

Svo erum við að bíða eftir tilboði í útskurð á 1/5 skala silhouette skotmörkum. Þær eru fyrir 22lr skotfimi. Ætlum við að reyna að fá spons fyrir því. 

Einnig höfum við sent út reikningana fyrir félagsgjöldunum. Það eru miklar framkvæmdir framundan, svosem undirbúningur á gámunum þrem sem verða félagsaðstaða og riffilskothús og smíði á lægri kastaraskúrnum. Því viljum við hvetja alla dreka til að standa við bakið á okkur í þessu brasi og greiða félagsgjöldin. Í staðin fáum við flotta aðstöðu, fyrr!!!

Njáll Andersen
Gjaldkeri
  • 1