Færslur: 2008 Júní
27.06.2008 19:58
Skeetvöllur í mótun
Síðast liðinn miðvikudag kom Halldór Axelsson fromaður STÍ til að mæla upp skeetvöll fyrir félagið, svo að nú er okku ekkert að vanbúnaði en að koma þessu í stand.
Skrifað af HR
21.06.2008 19:31
Reikningsnúmer og Kt.

Skrifað af HR.
19.06.2008 21:33
Myndir af skeet velli hjá Dreka
Skrifað af Helgi Rafnsson
18.06.2008 21:13
Félagsfréttir
Í ár er félagið 10 ára. Eftir allan þennan tíma er kominn tími til að koma kastvélunum og turnunum upp í sumar og er treyst á félagsmenn til taka þátt í þeim framkvæmdum. Eru félagsmenn beðnir um að hafa samband við stjórn til að hægt verði að skipuleggja vinnu á svæðinu. Búið er að slétta út malarpúða fyrir Skeetvöll og einnig er komið rafmagn á svæðið. Búið er að kaupa vinnuskúr sem nýtist sem geymsla og vinnuaðstaða á meðan þessar framkvæmdir eru.
Á aðalfundi félagsins var ákveðið að hækka félagsgjöldin úr 3000 kr í 5000 kr þar sem engar breytingar hafa verið gerðar frá upphafi. Verða greiðsluseðlar sendir út bráðlega. Einnig er hægt að leggja inná reikning félagsins sem er:
0166-26-000098
Veiðiflugan og Fjarðasport veita 10% afslátt til allra félagsmanna af öllum vörum nema skotvopnum. Verða félagsskírteini sent heim til félagsmanna bráðlega.
Skrifað af HLH
13.06.2008 18:19
Meðlimur númer 200
Félagsmönnum hefur fjölgað með hverju árinu sem líður. Í tilefni þess var félagsmanni númer 200 veitt viðurkenning. Sá heppni var Ólafir Þorkell Pálsson. Hér fyrir neðan er mynd af honum með viðurkenninguna.
Skrifað af HLH
12.06.2008 23:15
Fréttir
Von er á mönnum frá STÍ til þess að mæla upp nýja völlin þannig að hægt verði að koma fyrir búnaði fyrir skotæfingar.
Helgi Rafnsson formaður
Skrifað af HLH
- 1