Flokkur: Fréttir

01.09.2011 11:34

Opið á Laugardag. 

Skeetvöllurinn verður opinn á laugardag.


 

Opið á laugardaginn 3 sept. kl 13:00-18:00

30.08.2011 08:18

Skeetvöllur opinn


Skeetvöllurinn Opinn.


Skeetvöllurinn verður opinn 30 ágúst kl 19:00-21:00 og 1 sept kl 19:00-20:00.

09.09.2010 16:28

Framkvæmdir

Jæja, allt að gerast. Við höfum verið ferlega duglegir þessa vikuna og vinnan heldur áfram. Litli kastarakofinn er langt kominn en sá gamli fauk í vetur. Ákveðið var að hafa þennan pínulítið hraustari en þann seinasta. Í kvöld ætlum við að reyna að setja upp annan kastarann, þann í háa turninum. Áhugasamir mega endilega koma uppeftir í kvöld (9.9.2010) og annaðkvöld (10.9.2010) og hjálpa til með framkvæmdirnar.

Svo erum við að bíða eftir tilboði í útskurð á 1/5 skala silhouette skotmörkum. Þær eru fyrir 22lr skotfimi. Ætlum við að reyna að fá spons fyrir því. 

Einnig höfum við sent út reikningana fyrir félagsgjöldunum. Það eru miklar framkvæmdir framundan, svosem undirbúningur á gámunum þrem sem verða félagsaðstaða og riffilskothús og smíði á lægri kastaraskúrnum. Því viljum við hvetja alla dreka til að standa við bakið á okkur í þessu brasi og greiða félagsgjöldin. Í staðin fáum við flotta aðstöðu, fyrr!!!

Njáll Andersen
Gjaldkeri

27.06.2008 19:58

Skeetvöllur í mótun

Síðast liðinn miðvikudag kom Halldór Axelsson fromaður STÍ til að mæla upp skeetvöll fyrir félagið, svo að nú er okku ekkert að vanbúnaði en að koma þessu í stand.

18.06.2008 21:13

Félagsfréttir


Í ár er félagið 10 ára. Eftir allan þennan tíma er kominn tími til að koma kastvélunum og turnunum upp í sumar og er treyst á félagsmenn til taka þátt í þeim framkvæmdum. Eru félagsmenn beðnir um að hafa samband við stjórn til að hægt verði að skipuleggja vinnu á svæðinu. Búið er að slétta út malarpúða fyrir Skeetvöll og einnig er komið rafmagn á svæðið. Búið er að kaupa vinnuskúr sem nýtist sem geymsla og vinnuaðstaða á meðan þessar framkvæmdir eru.

Á aðalfundi félagsins var ákveðið að hækka félagsgjöldin úr 3000 kr í 5000 kr þar sem engar breytingar hafa verið gerðar frá upphafi. Verða greiðsluseðlar sendir út bráðlega. Einnig er hægt að leggja inná reikning félagsins sem er:

0166-26-000098

Veiðiflugan og Fjarðasport veita 10% afslátt til allra félagsmanna af öllum vörum nema skotvopnum. Verða félagsskírteini sent heim til félagsmanna bráðlega.

 

12.06.2008 23:15

Fréttir


 
Von er á mönnum frá STÍ til þess að mæla upp nýja völlin þannig að hægt verði að koma fyrir búnaði fyrir skotæfingar.

Helgi Rafnsson formaður