01.05.2014 08:27

íslandsmót i Bogfimi 2014

Um síðustu helgi fóru fjórir félagar Dreka til höfuðborgarinnar á íslandsmót í bogfimi. Það voru þeir Bastian hann lenti í 4 sæti í sveigboga keppni í meistaraflokki. Friðrik fékk gull í byrjendaflokki trissuboga, Njáll fékk silfur í sömu keppni og Helgi hreppti brons í sömu keppni.